Sól inn á heimilið þitt

Inniljós til að efla vöxt og vellíðan plantnanna þinna.

 

Allar Vörur

Umhirða plantna geturverið eins auðveld og að skrúfa ljósaperu í. Bókstaflega!

Með takmarkaða dagsbirtu yfir vetrarmánuðina er það áskorun að fá plöntur til að dafna og blómstra allt árið um kring – eða var það, þar til nú.

Full spectrum LED gróðurljósin okkar gera það auðvelt! 

Hvernig? 

Með því að líkja eftir sólarljósi í náttúrunni með fullri bylgjulengd ljóssins sem er nauðsynleg fyrir heilbrigðan vöxt plantna og sem bætir skilvirkni ljóstillífunar. Ljósin eru hönnuð til að passa á hvaða lampa sem er og eru stöðluð fyrir íslenskt spennukerfi sem þýðir að það er engin þörf á straumbreytum eða öðrum aukahlutum.

Hvernig virkar þetta?

Umhirðu plantna er hægt að brjóta niður í þrjú meginatriði: hitastig, vatn og ljós.

• Stofuhiti á íslenskum heimilum er hæfilegur fyrir flestar plöntur og skapar stöðugt umhverfi sem þær elska.

• Auðvelt er að ná tökum á vökvun. Algengustu mistökin sem fólk gerir er að ofvökva. Látið jarðveginn þorna á milli vökvunar og mettaðu hann síðan vel – ef þú hefur ekki gert það hingað til þá er fljótt hægt að ná tökum á því.

• En ljósið... það er áskorun. Veturnir eru dimmir og einnig getur verið svolítið skýjað yfir sumartímann og – við skulum vera raunsæ - öll heimili hafa horn sem fær takmarkað sólarljós.

Og hér getum við hjálpað!

Full spectrum LED gróðurljós líkja eftir náttúrulegu sólarljósi sem er lykilatriði fyrir heilsu plantnanna.

Hver er ávinningurinn?

• Þau líkja eftir náttúrulegu sólarljósi og styðja við heilbrigð og gróðursæl laufblöð.

• Þau ýta undir ljóstillífun sem gefur plöntum orku til að vaxa hraðar, jafnvel í gegnum myrkustu mánuðina.

• Þau hjálpa plöntum að halda sér heilbrigðum og hraustum, draga úr lauffalli og efla lífsafl þeirra allt árið í kring.

Psst…!

Þessi ljós eru ekki aðeins að hjálpa plöntunum þínum - þau eru líka góð fyrir þig og heimili þitt:

• Þau geta hjálpað til við að létta skap þitt og berjast gegn árstíðabundnu þunglyndi með því að bæta meira náttúrulegu ljósi inn í daglegt líf.

• Meiri ljósupptaka þýðir meiri ljóstillífun, þannig að plöntur framleiða súrefni hraðar og hreinsa loftið þitt betur.

Hvernig á að panta?

1.Veldu það sem þig vantar

Skoðaðu úrvalið og veldu LED gróðurljósið eða lampauppsetninguna sem hentar þér best.

2. Framkvæmdu pöntun

Settu vöruna í körfuna þína, gakktu frá pöntununni og fáðu vöruna á fljótan máta sendan heim til þín

3. Settu ljósin upp

Fyrir perur, skrúfaðu í hvaða staðlaðan lampa sem er með E27 innstungu; fyrir lampauppsetningu þarftu einfaldlega staðsetja hann þar sem plönturnar þínar þurfa mesta birtu.

4.… og njóttu!

Fylgstu með plöntunum þínum dafna undir ljósinu sem gefa þeim þá lýsingu sem þær þurfa allt árið um kring.

Vantar þig aðstoð við aðvelja rétta ljósið?

Hafðu samband – ég get aðstoðað þig við að finna það sem þig vantar – Bertalan

Hafðu samband